Sjáið Pepe stíga ofan á Messi - harðlega gagnrýndur á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2012 18:00 Spænskir fjölmiðlar voru allt annað en hrifnir af hegðun Pepe, leikmanns Real Madrid í leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í gær en Real Madrid varð þá enn einu sinni að sætta sig við tap á móti erkifjendunum. Portúgalinn Pepe var í stöðu afturliggjandi miðjumanns í leiknum en hann spilar venjulega sem miðvörður. Jose Mourinho gerði þarna enn eina tilraun til að stoppa spil Barca en eins og áður fundu Barcelona-menn leiðina að sigri. Atvikið umdeilda gerðist rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og eftir að José Callejón, liðsfélagi Pepe, hafði brotið á Lionel Messi sem lá þá í jörðinni. Pepe kom aðvífandi og steig ofan á hendi Messi um leið og hann labbaði framhjá argentínska snillingnum. Það má sjá þetta atvik með því að smella hér fyrir ofan. José Callejón fékk gult spjald fyrir sitt brot en Pepe, sem var kominn með spjald í leiknum, slapp. Pepe slapp hinsvegar ekki við harða gagnrýndi spænskra fjölmiðlamanna sem heimtuðu að Pepe yrði refsað fyrir hegðun sína. Pepe hafði líka fyrr í leiknum látið eins og að Cesc Fabregas hefði slegið hann í andlitið en endursýningar sýndu að hendi Fabregas kom ekki nálægt andliti Pepe. Pepe hefur sjálfur neitað því að hafa stigið vísvitandi á Messi og nú geta menn dæmt sjálfir með því að horfa á myndbrotið. Það sést líka á mynd hér fyrir ofan að Pepe horfir niður um leið og hann stígur á Messi. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar voru allt annað en hrifnir af hegðun Pepe, leikmanns Real Madrid í leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í gær en Real Madrid varð þá enn einu sinni að sætta sig við tap á móti erkifjendunum. Portúgalinn Pepe var í stöðu afturliggjandi miðjumanns í leiknum en hann spilar venjulega sem miðvörður. Jose Mourinho gerði þarna enn eina tilraun til að stoppa spil Barca en eins og áður fundu Barcelona-menn leiðina að sigri. Atvikið umdeilda gerðist rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og eftir að José Callejón, liðsfélagi Pepe, hafði brotið á Lionel Messi sem lá þá í jörðinni. Pepe kom aðvífandi og steig ofan á hendi Messi um leið og hann labbaði framhjá argentínska snillingnum. Það má sjá þetta atvik með því að smella hér fyrir ofan. José Callejón fékk gult spjald fyrir sitt brot en Pepe, sem var kominn með spjald í leiknum, slapp. Pepe slapp hinsvegar ekki við harða gagnrýndi spænskra fjölmiðlamanna sem heimtuðu að Pepe yrði refsað fyrir hegðun sína. Pepe hafði líka fyrr í leiknum látið eins og að Cesc Fabregas hefði slegið hann í andlitið en endursýningar sýndu að hendi Fabregas kom ekki nálægt andliti Pepe. Pepe hefur sjálfur neitað því að hafa stigið vísvitandi á Messi og nú geta menn dæmt sjálfir með því að horfa á myndbrotið. Það sést líka á mynd hér fyrir ofan að Pepe horfir niður um leið og hann stígur á Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira