Bryndís Jakobsdóttir og eiginmaður hennar, hinn danski Mads Mouritz, skipa dúettinn Song for Wendy. Þau gáfu út plötuna Meeting Point í fyrra og nú virðast Danir vera byrjaðir að gefa þeim gaum.
Lagið The Night af plötunni vermir nú þriðja sæti á vinsældalista danska ríkisútvarpsins. Listinn er í þættinum Det Elektriske Barometer sem hampar indítónlist, en tónlist hjónanna fellur undir þann hatt. -afb
Danir hrífast af Bryndísi Jakobs
