Stálin stinn mætast í Spurningabombunni hans Loga Bergmanns á Stöð 2 föstudagskvöld. Helstu keppinautar Loga í spurningabransanum, Ha? af Skjá einum og Útsvar af RÚV senda fulltrúa sína, en búast má við að keppnin verði gríðarlega hörð.
Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir keppa að sjálfsögðu fyrir hönd Útsvarsins og fá þá að kynnast álaginu sem fylgir því að svara spurningum í sjónvarpinu af eigin raun.
Þeir Sólmundur Hólm og Jóhann G. Jóhannsson mæta fyrir hönd Ha? og ætla eflaust að sýna keppinautum sínum hvar Davíð keypti ölið. -afb
Stálin stinn í Bombunni
