Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 28-26 Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. febrúar 2012 15:23 Mynd/Valli Góður seinni hálfleikur bætti upp fyrir lélega byrjun í 28-26 sigri HK á Valsmönnum í Digranesinu í kvöld. Eftir að vera 6-1 undir eftir aðeins 9 mínútur tóku heimamenn við sér og unnu að lokum 2 marka sigur. Ljóst var fyrir leikinn að gestirnir þurftu á stigunum þremur að halda ef þeir ætluðu ekki að verða eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Heimamenn hinsvegar gátu fært sig nær toppnum eftir því hver úrslitin yrðu í leik Hauka og FH. Valsmenn höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og byrjuðu með látum. Þeir komust í 6-1 á fyrstu 9 mínútum leiksins og virtist HK engar lausnir eiga á sterkri vörn Vals og góðri markvörslu Hlyns Morthens. Á sama tíma var 5-1 vörn HK ekki að ganga og Valsmenn voru að fá mörg auðveld skot. Heimamenn tóku þó við sér, skiptu í 6-0 vörn og fóru að saxa á forskot Valsara. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn og fóru 2 mörkum undir inn í hálfleik í stöðunni 14-12 fyrir Val. HK byrjaði seinni hálfleikinn mun grimmari og náðu forskotinu snemma í hálfleiknum. Liðin skiptust á að skora næstu tíu mínúturnar en þá tóku HK-ingar aftur við sér og náðu tveggja marka forystu. Þá tók við æsispennandi lokakafli þar sem liðin skiptust á að skora en Valsmenn náðu aldrei að jafna metin og unnu heimamenn að lokum 2 marka sigur. Ólafur Bjarki Ragnarsson var atkvæðamestur í liði HK með 10 mörk en í liði Valsmanna var Anton Rúnarsson markahæstur með 8. Kristinn: Óskar er mjög góður þjálfari„Þetta er virkilega góður sigur, þetta Valslið pakkaði saman Haukum í síðustu umferð en við unnum þetta á skipulögðum leik," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK eftir leikinn í kvöld. „Ég óttast Valsliðið mjög, Óskar er rosalega góður þjálfari sem togar þvílíkt út úr liðunum sínum. Ef hann sér veikleika á liðinu þínu reynir hann að hamra á því aftur og aftur og maður óttast það alltaf." „Við byrjuðum hægt og illa, við brutum varla á okkur í fyrri hálfleik. Við lögðum upp með það að brjóta á þeim fyrir leikinn, Valdi og Anton eru hrikalega erfiðir viðureignar ef þú gefur þeim tíma." „Það er bara staðreynd að Valsliðið átti að vera 4-5 mörkum yfir í hálfleik og við vorum ótrúlega heppnir að það gerðist ekki. Við höfðum engin svör, þeir voru skrefinu á undan í öllum aðgerðum og við vorum mjög fegnir að sleppa inn í hálfleik aðeins tveimur mörkum undir." HK blandaði sér í toppbaráttunna með sigrinum í kvöld en þeir eru aðeins einu stigi á eftir Haukum eftir leiki kvöldsins. „Núna erum við aðeins einu stigi frá toppnum og ég er virkilega ánægður, þetta er það sem menn vilja. Markmiðið er auðvitað að taka einn leik í einu og reyna að vinna alla leiki og sjá hvert það skilar okkur," sagði Kristinn. Óskar Bjarni: Var bjartsýnn eftir fyrri hálfleik„Við vorum mun sterkari í fyrri hálfleiknum og náðum vel að rúlla á mismunandi leikmönnum þannig ég var mjög bjartsýnn í hálfleik," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Eitthvað hlýtur að hafa klikkað í hálfleiksræðunni, það var allt annað lið sem mætti til leiks í seinni. Við vorum orkulausir og lélegir sem komu inná í seinni hálfleik." „Varnarleikurinn og markvarslan var mjög flott í byrjun og við vorum að leysa vel út úr 5-1 vörninni þeirra en þegar þeir skipta í 6-0 förum við aðeins að hiksta. Í seinni hálfleik voru bara ekki margir sem áttu góðan leik, við vorum alltaf skrefinu á eftir." „Eðlilega er alltaf verið að tala um úrslitakeppnina, það eru 7 leikir eftir núna og við tökum aðeins einn leik í einu eins og gamla klisjan segir. Við þurfum hinsvegar að komast á eitthvað skrið, það gengur ekki að vinna einn leik ef þú tapar næstu tveimur." „Við erum allt of fljótir að slaka á, við þurfum að hafa fyrir þessu ef við ætlum í úrslitakeppnina. Um leið og við slökum á, þá töpum við. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í vetur þarf það að lagast," sagði Óskar. Ólafur Bjarki: Byrjuðum hræðilega„Við byrjuðum alveg hræðilega og vorum komnir 5 mörkum undir, við komumst ekki alveg inn í leikinn fyrr en í lok fyrri hálfleiks og við héldum þeim dampi áfram út leikinn," sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK eftir leikinn. „Við lendum í því sama hér og á Akureyri, við erum lengi að vakna í báðum leikjum og koma okkur af stað inn í leikinn." „Þetta var rosalega erfitt í fyrri, við vorum ekki að eyða nægilegri orku í það. Svo í seinni förum við að skora auðveldari mörk og fá auðveldari færi. Á sama tíma dettur vörnin og markvarslan inn og ég var mjög ánægður með það." Eftir leikinn sitja HK í 3. sæti deildarinnar aðeins einu stigi á eftir Haukum eftir tap þeirra í kvöld. „Markmiðið er auðvitað að vera í efstu fjórum og komast í úrslitakeppnina. Við tökum einn leik í einu, það eru sjö leikir eftir og þétt prógramm framundan," sagði Ólafur. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Góður seinni hálfleikur bætti upp fyrir lélega byrjun í 28-26 sigri HK á Valsmönnum í Digranesinu í kvöld. Eftir að vera 6-1 undir eftir aðeins 9 mínútur tóku heimamenn við sér og unnu að lokum 2 marka sigur. Ljóst var fyrir leikinn að gestirnir þurftu á stigunum þremur að halda ef þeir ætluðu ekki að verða eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Heimamenn hinsvegar gátu fært sig nær toppnum eftir því hver úrslitin yrðu í leik Hauka og FH. Valsmenn höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og byrjuðu með látum. Þeir komust í 6-1 á fyrstu 9 mínútum leiksins og virtist HK engar lausnir eiga á sterkri vörn Vals og góðri markvörslu Hlyns Morthens. Á sama tíma var 5-1 vörn HK ekki að ganga og Valsmenn voru að fá mörg auðveld skot. Heimamenn tóku þó við sér, skiptu í 6-0 vörn og fóru að saxa á forskot Valsara. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn og fóru 2 mörkum undir inn í hálfleik í stöðunni 14-12 fyrir Val. HK byrjaði seinni hálfleikinn mun grimmari og náðu forskotinu snemma í hálfleiknum. Liðin skiptust á að skora næstu tíu mínúturnar en þá tóku HK-ingar aftur við sér og náðu tveggja marka forystu. Þá tók við æsispennandi lokakafli þar sem liðin skiptust á að skora en Valsmenn náðu aldrei að jafna metin og unnu heimamenn að lokum 2 marka sigur. Ólafur Bjarki Ragnarsson var atkvæðamestur í liði HK með 10 mörk en í liði Valsmanna var Anton Rúnarsson markahæstur með 8. Kristinn: Óskar er mjög góður þjálfari„Þetta er virkilega góður sigur, þetta Valslið pakkaði saman Haukum í síðustu umferð en við unnum þetta á skipulögðum leik," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK eftir leikinn í kvöld. „Ég óttast Valsliðið mjög, Óskar er rosalega góður þjálfari sem togar þvílíkt út úr liðunum sínum. Ef hann sér veikleika á liðinu þínu reynir hann að hamra á því aftur og aftur og maður óttast það alltaf." „Við byrjuðum hægt og illa, við brutum varla á okkur í fyrri hálfleik. Við lögðum upp með það að brjóta á þeim fyrir leikinn, Valdi og Anton eru hrikalega erfiðir viðureignar ef þú gefur þeim tíma." „Það er bara staðreynd að Valsliðið átti að vera 4-5 mörkum yfir í hálfleik og við vorum ótrúlega heppnir að það gerðist ekki. Við höfðum engin svör, þeir voru skrefinu á undan í öllum aðgerðum og við vorum mjög fegnir að sleppa inn í hálfleik aðeins tveimur mörkum undir." HK blandaði sér í toppbaráttunna með sigrinum í kvöld en þeir eru aðeins einu stigi á eftir Haukum eftir leiki kvöldsins. „Núna erum við aðeins einu stigi frá toppnum og ég er virkilega ánægður, þetta er það sem menn vilja. Markmiðið er auðvitað að taka einn leik í einu og reyna að vinna alla leiki og sjá hvert það skilar okkur," sagði Kristinn. Óskar Bjarni: Var bjartsýnn eftir fyrri hálfleik„Við vorum mun sterkari í fyrri hálfleiknum og náðum vel að rúlla á mismunandi leikmönnum þannig ég var mjög bjartsýnn í hálfleik," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Eitthvað hlýtur að hafa klikkað í hálfleiksræðunni, það var allt annað lið sem mætti til leiks í seinni. Við vorum orkulausir og lélegir sem komu inná í seinni hálfleik." „Varnarleikurinn og markvarslan var mjög flott í byrjun og við vorum að leysa vel út úr 5-1 vörninni þeirra en þegar þeir skipta í 6-0 förum við aðeins að hiksta. Í seinni hálfleik voru bara ekki margir sem áttu góðan leik, við vorum alltaf skrefinu á eftir." „Eðlilega er alltaf verið að tala um úrslitakeppnina, það eru 7 leikir eftir núna og við tökum aðeins einn leik í einu eins og gamla klisjan segir. Við þurfum hinsvegar að komast á eitthvað skrið, það gengur ekki að vinna einn leik ef þú tapar næstu tveimur." „Við erum allt of fljótir að slaka á, við þurfum að hafa fyrir þessu ef við ætlum í úrslitakeppnina. Um leið og við slökum á, þá töpum við. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í vetur þarf það að lagast," sagði Óskar. Ólafur Bjarki: Byrjuðum hræðilega„Við byrjuðum alveg hræðilega og vorum komnir 5 mörkum undir, við komumst ekki alveg inn í leikinn fyrr en í lok fyrri hálfleiks og við héldum þeim dampi áfram út leikinn," sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK eftir leikinn. „Við lendum í því sama hér og á Akureyri, við erum lengi að vakna í báðum leikjum og koma okkur af stað inn í leikinn." „Þetta var rosalega erfitt í fyrri, við vorum ekki að eyða nægilegri orku í það. Svo í seinni förum við að skora auðveldari mörk og fá auðveldari færi. Á sama tíma dettur vörnin og markvarslan inn og ég var mjög ánægður með það." Eftir leikinn sitja HK í 3. sæti deildarinnar aðeins einu stigi á eftir Haukum eftir tap þeirra í kvöld. „Markmiðið er auðvitað að vera í efstu fjórum og komast í úrslitakeppnina. Við tökum einn leik í einu, það eru sjö leikir eftir og þétt prógramm framundan," sagði Ólafur.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira