Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 16. febrúar 2012 12:30 Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira