Barcelona tapaði | Búið spil í spænsku deildinni? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2012 19:32 Leikmenn Osasuna fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Osasuna styrkti stöðu Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með því að vinna 3-2 sigur á Barcelona í stórskemmtilegum leik á heimavelli. Real Madrid getur nú með sigri á Levante á morgun aukið forystu sína á toppi deildarinnar í tíu stig. Madrídingar hafa vart stigið feilspor að undanförnu og erfitt að ímynda sér að liðið missi niður svo góða forystu á lokaspretti tímabilsins. Dejan Lekic kom Osasuna í 2-0 í kvöld með tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútum leiksins. Alexis Sanchez náði að minnka muninn fyrir Börsunga í upphafi seinni hálfleiks og héldu þá margir að Börsungar myndu taka öll völd á vellinum. En aðeins fimm mínútum síðar gerði Raul Garcia sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark Osasuna með skoti í stöngina og inn af stuttu færi. Börsungar sóttu nokkuð stíft eftir þetta og uppskáru mark þegar að Cristian Tello skoraði á 73. mínútu. Þeir komu boltanum aftur í netið eftir þetta en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. En Osasuna hélt áfram að sækja líka og átti til að mynda skot í stöng. Á endanum dugðu þessi þrjú mörk til og afar óvænt úrslit staðreynd í spænsku úrvalsdeildinni. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Osasuna styrkti stöðu Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með því að vinna 3-2 sigur á Barcelona í stórskemmtilegum leik á heimavelli. Real Madrid getur nú með sigri á Levante á morgun aukið forystu sína á toppi deildarinnar í tíu stig. Madrídingar hafa vart stigið feilspor að undanförnu og erfitt að ímynda sér að liðið missi niður svo góða forystu á lokaspretti tímabilsins. Dejan Lekic kom Osasuna í 2-0 í kvöld með tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútum leiksins. Alexis Sanchez náði að minnka muninn fyrir Börsunga í upphafi seinni hálfleiks og héldu þá margir að Börsungar myndu taka öll völd á vellinum. En aðeins fimm mínútum síðar gerði Raul Garcia sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark Osasuna með skoti í stöngina og inn af stuttu færi. Börsungar sóttu nokkuð stíft eftir þetta og uppskáru mark þegar að Cristian Tello skoraði á 73. mínútu. Þeir komu boltanum aftur í netið eftir þetta en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. En Osasuna hélt áfram að sækja líka og átti til að mynda skot í stöng. Á endanum dugðu þessi þrjú mörk til og afar óvænt úrslit staðreynd í spænsku úrvalsdeildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira