Real Madid endurheimti tíu stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 5-0 sigri á Espanyol í kvöld. Gonzalo Higuain skoraði tvö mörk fyrir Real í kvöld.
Cristiano Ronaldo kom Real yfir á 22. mínútu en Sami Khedira skoraði annað mark liðsins eftir laglegan undirbúning þeirra Ronaldo og Mesut Özil.
Higuain skoraði svo snemma í síðari hálfleik og Kaka svo fjórða markið með hnitmiðuðu skoti. Kaka var svo aftur á ferðinni stuttu síðar er hann lagði upp fimmta mark Madrídinga fyrir Higuain á 77. mínútu.
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Real standi uppi sem Spánarmeistari í vor enda liðið aðeins tapað sjö stigum allt tímabilið. Tíu stigum munar á Real og Barcelona, sem er í öðru sæti.
