Segir menn hafa höfðað til skyldu sinnar 4. mars 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira