Tækifæri Brasilíumannsins fjölhæfa hjá Barcelona, Adriano, hafa verið af skornum skammti og líklegt að hann yfirgefi herbúðir félagsins í sumar. Þessi 27 ára leikmaður hefur verið ellefu sinnum í byrjunarliði Barcelona í vetur og er alls ekki sáttur við hvað hann fær lítið að spila.
Hann ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag í sumar því bæði FC Bayern og Juventus hafa sýnt áhuga á honum.
Samkvæmt heimildum spænskra fjölmiðla þá hefur Bayern þegar sett sig í samband við Evrópumeistarana en Juventus hefur ekki haft formlega samband.
Adriano er brasilískur landsliðsmaður og kom til Barca frá Sevilla árið 2010. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.
Juve og Bayern hafa áhuga á Adriano

Mest lesið


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti



Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1
