Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik og Lionel Messi verða aðalumfjöllunarefnið í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Ágúst Guðmundsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins verður í viðtali í þættinum en Ísland mætir Sviss í tveimur leikjum í undankeppni EM um helgina.
Að venju verða spurningar dagsins á sínum stað ásamt því helsta sem efst er á baugi í íþróttaheiminum.
Hlustaðu á Boltann í beinni á X-977 með því að smella hér:
Messi og kvennalandsliðið efst á baugi í Boltanum á X977 | í beinni 11-12
