Gulla í LA: Ég sakna alltaf Íslands 20. apríl 2012 11:30 mynd/edward duarte Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins. Gulla hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Hún er staðráðin í að láta drauma sína rætast en þeir eru að byggja skýjakljúf, kirkju og risastórt listasafn. Hvað hefur þú búið lengi í Los Angeles og af hverju í ósköpunum fluttir þú þangað? Ég hætti að telja eftir fimmtán ár en ég er búin að vera hér í rúmlega tuttugu ár. Ég flutti hingað til þess að læra arkitektúr við vel virtan skóla sem heitir SCI-Arc. Núna bý ég í Vestur-Hollywood sem er að vissu leyti hjarta borgarinnar því það er mitt á milli Beverly Hills og Hollywood. Hverfið er skemmtilegt og hér eru margir af bestu veitingastöðunum og verslununum. Ég féll fyrir byggingunni sem ég bý í, sem er frönsk í útliti og karakter og mjög sjarmerandi.Hvenær og af hverju ákvaðst þú að læra arkitektúr? Eftir MR var ég ekki alveg ákveðin og var jafnvel að spá í að fara í læknisfræði. En arkitektúr var í rauninni mitt áhugamál svo ég ákvað að vinna hjá húsameistara ríkisins í smá tíma og athuga hvort þetta væri virkilega það sem ég vildi. Ég var líka smituð af arkitektúr og listum frá því að vera krakki á Ítalíu, sérstaklega í Flórens og afi minn var listamaður og ég sat með honum oft og teiknaði þannig að hönnun er í rauninni bara partur af mér.Saknar fjölskyldunnar heima á ÍslandiSaknar þú Íslands? Já, ég sakna alltaf Íslands og þá sérstaklega fjölskyldunnar, vina og náttúrunnar. Annars hef ég komið nokkuð oft heim undanfarið því móðir mín hefur verið veik en er nú á bataleið sem betur fer. Ég reyni að nota tækifærið og skreppa í Bláa lónið á leiðinni út á flugvöll þar sem líður úr mér öll streita áður en ég fer í flug. Núna síðast fór ég á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og var enn á ný alveg heilluð af hversu kraftmikil náttúran er á Íslandi. Ég var líka mjög hrifin af matnum eftir að hafa farið á nokkra veitingastaði í Reykjavík. Maturinn er frábær og framúrstefnulegur finnst mér. Svo er það vatnið og tæra loftið sem er alveg einstakt á Íslandi. Mér líður alltaf vel á Íslandi og vil helst alltaf vera lengur þegar ég kem heim.Hver er munurinn á Kaliforníu og Íslandi þegar kemur að því að starfa sem arkitekt? Ég held það sé aðallega hitastigið og einangrun fyrir byggingar, annars getur arkitektúr verið eins hvar sem er i heiminum.Nú hannaðir þú sviðsmynd RFF (Reykjavík Fashion Festival) á Íslandi í ár – hvernig kom það til? Ég hef áhuga á tísku og á mikið af vinum í tískuiðnaðinum. Edda Guðmundsdóttir, stílisti í New York, kom þeirri hugmynd af stað með RFF að ég myndi hanna sviðið. Mér finnst gaman að styrkja íslenska hönnun og er mjög stolt af því að vera með RFF. Sýningin og allt í kringum hana var að öllu leyti mjög vel staðið að og margt til lagt. Ég get ekki annað sagt en að ég var mjög stolt af þeim stelpum sem tóku þátt í þessu og þá sérstaklega Sæju og Sirrý sem voru mér innan handar og sáu um að búa til sviðið sem var allt handgert úr íslenskum lopa. Tónlistin var frábær á öllum sýningunum og líka sérstaklega gaman að fá að hafa sýninguna í Hörpunni. Það kom þangað mikið af fólki sem hafði virkilegan áhuga á því að styrkja hönnun sem er mikilvægt fyrir þjóðfélagið.Opnar hjartað fyrir ástinni Ertu ástfangin? Nei. Ekki eins og er.Langar þig að verða mamma einhvern daginn? Já.En ertu tilbúin að hleypa manni inn í líf þitt og hvaða kosti þarf hann að bera? Já, loksins er ég tilbúin. Hann má hafa fullt af góðum kostum en hann má bara ekki hafa galla. Þetta er sagt í gríni að sjálfsögðu. Snýst þetta ekki allt um „chemistry" og að tengjast annarri manneskju og það er ekki auðvelt að finna.Dreymir spennandi verkefniÁttu þér uppáhalds hönnuði? Já, ég er sérstaklega hrifin af arkitektunum Santiago Callatrava, Zaha Hadid, Tadao Ando, Oscar Niemeyer, Herzog de Meuron og listamanninum Richard Serra.Draumaverkefni þitt? Stórt listasafn, kirkja og skýjakljúfur.Að hverju ertu að vinna þessa dagana? Ég er með fimmtán verkefni í gangi. Bæði arkitektúr og innanhússhönnun og ég er að koma af stað húsgagnalínu. Ég er með verkefni sem er einbýlishús í Malibu. Þar er ég að sérhanna öll húsgögn fyrir allt húsið sem kúnninn byggði utan um listasafnið sitt. Þetta gefur mér tækifæri til að láta búa til frumgerðir af húsgagnalínunni minni sem kemur út eftir tvo mánuði.Hver er hápunktur ferils þíns? Hann er alls ekki kominn enn þá. Ég er rétt að byrja.Ef við horfum fram á við. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Umvafin fjölskyldu og vinum að mála málverk í húsinu mínu með vínakrinum á Ítalíu, nýbúin að byggja minn fyrsta skýjakljúf og loksins komin með einn sumarbústað einhvers staðar uppi í hrauni á Íslandi. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Takk.Gulla er yfirhönnuður og eigandi arkitektastofunnar G+ Gulla Jonsdottir Design. RFF Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Sjá meira
Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla, prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins. Gulla hefur búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár þar sem hún sinnir ástríðu sinni sem er að hanna og skapa. Hún er staðráðin í að láta drauma sína rætast en þeir eru að byggja skýjakljúf, kirkju og risastórt listasafn. Hvað hefur þú búið lengi í Los Angeles og af hverju í ósköpunum fluttir þú þangað? Ég hætti að telja eftir fimmtán ár en ég er búin að vera hér í rúmlega tuttugu ár. Ég flutti hingað til þess að læra arkitektúr við vel virtan skóla sem heitir SCI-Arc. Núna bý ég í Vestur-Hollywood sem er að vissu leyti hjarta borgarinnar því það er mitt á milli Beverly Hills og Hollywood. Hverfið er skemmtilegt og hér eru margir af bestu veitingastöðunum og verslununum. Ég féll fyrir byggingunni sem ég bý í, sem er frönsk í útliti og karakter og mjög sjarmerandi.Hvenær og af hverju ákvaðst þú að læra arkitektúr? Eftir MR var ég ekki alveg ákveðin og var jafnvel að spá í að fara í læknisfræði. En arkitektúr var í rauninni mitt áhugamál svo ég ákvað að vinna hjá húsameistara ríkisins í smá tíma og athuga hvort þetta væri virkilega það sem ég vildi. Ég var líka smituð af arkitektúr og listum frá því að vera krakki á Ítalíu, sérstaklega í Flórens og afi minn var listamaður og ég sat með honum oft og teiknaði þannig að hönnun er í rauninni bara partur af mér.Saknar fjölskyldunnar heima á ÍslandiSaknar þú Íslands? Já, ég sakna alltaf Íslands og þá sérstaklega fjölskyldunnar, vina og náttúrunnar. Annars hef ég komið nokkuð oft heim undanfarið því móðir mín hefur verið veik en er nú á bataleið sem betur fer. Ég reyni að nota tækifærið og skreppa í Bláa lónið á leiðinni út á flugvöll þar sem líður úr mér öll streita áður en ég fer í flug. Núna síðast fór ég á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og var enn á ný alveg heilluð af hversu kraftmikil náttúran er á Íslandi. Ég var líka mjög hrifin af matnum eftir að hafa farið á nokkra veitingastaði í Reykjavík. Maturinn er frábær og framúrstefnulegur finnst mér. Svo er það vatnið og tæra loftið sem er alveg einstakt á Íslandi. Mér líður alltaf vel á Íslandi og vil helst alltaf vera lengur þegar ég kem heim.Hver er munurinn á Kaliforníu og Íslandi þegar kemur að því að starfa sem arkitekt? Ég held það sé aðallega hitastigið og einangrun fyrir byggingar, annars getur arkitektúr verið eins hvar sem er i heiminum.Nú hannaðir þú sviðsmynd RFF (Reykjavík Fashion Festival) á Íslandi í ár – hvernig kom það til? Ég hef áhuga á tísku og á mikið af vinum í tískuiðnaðinum. Edda Guðmundsdóttir, stílisti í New York, kom þeirri hugmynd af stað með RFF að ég myndi hanna sviðið. Mér finnst gaman að styrkja íslenska hönnun og er mjög stolt af því að vera með RFF. Sýningin og allt í kringum hana var að öllu leyti mjög vel staðið að og margt til lagt. Ég get ekki annað sagt en að ég var mjög stolt af þeim stelpum sem tóku þátt í þessu og þá sérstaklega Sæju og Sirrý sem voru mér innan handar og sáu um að búa til sviðið sem var allt handgert úr íslenskum lopa. Tónlistin var frábær á öllum sýningunum og líka sérstaklega gaman að fá að hafa sýninguna í Hörpunni. Það kom þangað mikið af fólki sem hafði virkilegan áhuga á því að styrkja hönnun sem er mikilvægt fyrir þjóðfélagið.Opnar hjartað fyrir ástinni Ertu ástfangin? Nei. Ekki eins og er.Langar þig að verða mamma einhvern daginn? Já.En ertu tilbúin að hleypa manni inn í líf þitt og hvaða kosti þarf hann að bera? Já, loksins er ég tilbúin. Hann má hafa fullt af góðum kostum en hann má bara ekki hafa galla. Þetta er sagt í gríni að sjálfsögðu. Snýst þetta ekki allt um „chemistry" og að tengjast annarri manneskju og það er ekki auðvelt að finna.Dreymir spennandi verkefniÁttu þér uppáhalds hönnuði? Já, ég er sérstaklega hrifin af arkitektunum Santiago Callatrava, Zaha Hadid, Tadao Ando, Oscar Niemeyer, Herzog de Meuron og listamanninum Richard Serra.Draumaverkefni þitt? Stórt listasafn, kirkja og skýjakljúfur.Að hverju ertu að vinna þessa dagana? Ég er með fimmtán verkefni í gangi. Bæði arkitektúr og innanhússhönnun og ég er að koma af stað húsgagnalínu. Ég er með verkefni sem er einbýlishús í Malibu. Þar er ég að sérhanna öll húsgögn fyrir allt húsið sem kúnninn byggði utan um listasafnið sitt. Þetta gefur mér tækifæri til að láta búa til frumgerðir af húsgagnalínunni minni sem kemur út eftir tvo mánuði.Hver er hápunktur ferils þíns? Hann er alls ekki kominn enn þá. Ég er rétt að byrja.Ef við horfum fram á við. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Umvafin fjölskyldu og vinum að mála málverk í húsinu mínu með vínakrinum á Ítalíu, nýbúin að byggja minn fyrsta skýjakljúf og loksins komin með einn sumarbústað einhvers staðar uppi í hrauni á Íslandi. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Takk.Gulla er yfirhönnuður og eigandi arkitektastofunnar G+ Gulla Jonsdottir Design.
RFF Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Sjá meira