Eins og kunnugt er styttist í að tónleikastaðurinn vinsæli Nasa við Austurvöll loki dyrum sínum í hinsta sinn.
Tónlistarfólk landsins kveður staðinn flest með trega og hafa Gusgus-liðar lýst sambandi sínu við Nasa sem ástarsambandi. Gusgus mun halda tvenna kveðjutónleika á staðnum um næstu helgi og þá mun Skálmöld spila þar á miðvikudaginn kemur.
Kveðjudagskránni lýkur svo Eurovision-kvöldið 26. maí þegar Páll Óskar mun halda árlegt Eurovision-partí sitt. Nú hefur svo Mugison bæst í hópinn en hann hefur boðað til tónleika á Nasa laugardagskvöldið 19. maí.
Tónlistarfólk landsins kveður staðinn flest með trega og hafa Gusgus-liðar lýst sambandi sínu við Nasa sem ástarsambandi. Gusgus mun halda tvenna kveðjutónleika á staðnum um næstu helgi og þá mun Skálmöld spila þar á miðvikudaginn kemur.
Kveðjudagskránni lýkur svo Eurovision-kvöldið 26. maí þegar Páll Óskar mun halda árlegt Eurovision-partí sitt. Nú hefur svo Mugison bæst í hópinn en hann hefur boðað til tónleika á Nasa laugardagskvöldið 19. maí.