Sport

Ísland í úrslit á nýju meti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk og Sarah Blake voru báðar í íslensku sveitinni.
Eygló Ósk og Sarah Blake voru báðar í íslensku sveitinni.
Boðssundssveit Íslands tryggði sig í morgun áfram í úrslit í 4x100 m skriðsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu en íslenska sveitin skilaði sér í mark á nýju Íslandsmeti.

Ísland synti á 3:48,83 mínútum og bætti Íslandsmet Sundfélagsins Ægis um rúmar þrjár sekúndur. Ægisstúlkur settu metið á ÍM50 í síðasta mánuði.

Íslensku sveitina skipuðu þær Ragnheiður Ragnarsdóttir, Eva Hannesdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman.

Ísland hafnaði í áttunda sæti af tíu þjóðum en tvær sveitir voru dæmdar úr leik - sú tékkneska og finnska. Úrslitasundið hefst klukkan 16:11 og verður sýnt í beinni útsendingu á Eurosport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×