Fjórir nafntogaðir menn mættust á golfvellinum fyrir skemmstu og tóku einn hring á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Það heyrir kannski ekki alltaf til tíðinda nema að í þetta skiptið tókust á tveir fyrrum fyrirliðar íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Þar var annars vegar Ásgeir Sigurvinsson, sem lék með Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara, og hins vegar Ellert B. Schram, sem lék með blaðaljósmyndaranum góðkunna Gunnari V. Andréssyni.
Skemmst frá að segja hafði Ellert betur gegn Ásgeiri í uppgjörinu, þar sem hann og Gunnar sigruðu bæði í holu- og punktakeppni.
