Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2012 07:00 Einar Daði í keppni í kringlukasti. Mynd / Ivano Catini Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12
Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56