Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann Hauksson skrifar 23. júní 2012 12:08 Gerð eru hróp að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þessa dagana og hún sökuð um kynjamisétti. Það gerir jafnvel maður sem sagði fyrir hönd fjölmiðla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að fólk hefði bara þagað og ekki þorað eða viljað tala fyrir hrun. „Það hafði kannski vitneskju um eitthvað sem það taldi vafasamt í systeminu, en það voru allir komnir á góð laun eða voru í arðbærum verkefnum o.s.frv, " sagði núverandi ritstjóri Fréttablaðsins við rannsóknarnefndina og vísaði þar til meðvirkni fjölmiðla. Ég gef mér að stundum hafi sú þöggun, sem ritstjórinn lýsti frammi fyrir rannsóknarnefndinni, strítt gegn grundvallarprinsípum hans sjálfs. Vandlætingartón ritstjórans fann ég þegar ég las leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem krafist er að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra biðji bæði konur og aðra kjósendur afsökunar á svikum sínum við jafréttisbaráttuna í máli sem Anna Kristín Ólafsdóttir höfðaði gegn henni vegna skipunar í embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. „Ráðherrann virðist ekki átta sig á að aðalatriðið í þessu máli er ekki hvort niðurstaða kærunefndarinnar sé rétt, heldur hvort Jóhanna sé sjálfri sér samkvæm og hvort ímyndin sem oft er dregin upp af henni sem prinsippföstum stjórnmálamanni sé sönn," segir í leiðaranum. Veruleikinn og prinsípin Kærunefnd jafnréttismála vó og mat á sínum tíma verðleika þeirra fimm sem til greina höfðu komið úr hópi 21 umsækjanda. Þeir höfðu áður verið mældir hátt og lágt samkvæmt nútímalegum og faglegum aðferðum. Sá er starfið hlaut fékk flest stigin í því mati af þeim fimm sem höfnuðu í úrvalsflokki, málshöfðandinn í því fimmta. Kærunefndin komst að því að númer 1 og númer 5 væru að minnsta kosti jafnhæf til að gegna skrifstofustjórastöðu í forsætisráðuneytinu eftir þessa athugun sína. Á þeirri forsendu hefði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið að veita því kyni embættið sem á hallar í embættismannakerfinu, sagði kærunefndin og vísaði í lög. Jóhanna kaus - í góðri trú - að skipa þann sem hafnaði í efsta sæti. Þegar upp hófust málaferli af hálfu nr.5 bauð hún sættir. Af prinsípástæðum vildi Jóhanna ekki fara í hart gegn kynsystur sinni. Af prinsípástæðum vildi hún ekki véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Hún notaði ekki réttinn til að höfða mál til ógildingar úrskurði kærunefndarinnar af prinsípástæðum jafnvel þótt færustu ráðgjafar og sérfræðingar teldu miklar líkur á að slíkt mál yrði dæmt henni í vil. Þar með batt hún sjálf hendur Héraðsdóms Reykjavíkur; úrskurðurinn gegn henni skyldi gilda eins og staðfest var í dómsorði. Að fengnum þessum úrskurði kærunefndarinnar voru aðstæður hennar þessar: Að höfða ógildingarmál gegn kynsystur sinni og kærunefndinni var auðvitað ekki góður kostur. Að gera það ekki var líka eins og að leggja höfuðið undir öxina. Frændinn, flokkslínur og prinsíp Nú geta menn velt fyrir sér prinsípum, heilindum og hverju sem vera skal sem snertir jafnréttismál. Fæstir, sem þekkja jafnréttisbaráttuna vel og hafa tekið þátt í henni, véfengja heilindi Jóhönnu í þeim efnum. Þann vörð hefur hún staðið í marga áratugi. Það gerði hún einnig þegar Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra, þóknaðist í ágúst árið 2003 að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddssonar í embætti hæstaréttardómara. Hæfasti umsækjandinn, Hjördís Hákonardóttir, skaut málinu til kærunefndar um jafnréttismál og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Björn hefði brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk. Hann hafði hreint ekki verið metinn jafn hæfur og Hjördís. Í bók sinni, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur Björn Bjarnason eftirfarandi um þessi embættisverk sína að segja: „Réttmæt vonbrigði eiga ekkert skylt við heiftina sem einkenndi gagnrýni á ákvörðun mína um að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson dómara í hæstarétti síðla sumars 2003. Heiftin átti sér annarlegar rætur og sætti Ólafur Börkur einelti vegna skyldleika við Davíð Oddsson." Það var og. Veruleikinn séður í gegn um flokksgleraugun. Nú er Jóhanna gagnrýnd fyrir að hafa valið þann sem hæfastur þótti samkvæmt faglegu og óháðu mati. Þessu mati var kærunefndin einfaldlega ekki sammála, breytti því og úrskurðaði. Ég hef ekki forsendur til að gagnrýna það. Ljóst er að Jóhanna, sem skipaði mann í embætti í góðri trú, gerði það ekki heldur. Ég fæ ekki betur séð en að Jóhanna hafi viljað fylgja faglegu mati út í æsar (prinsípfesta) þegar valinn var skrifstofustjóri. Ég held hins vegar að Björn Bjarnason hafi fylgt „prinsípum" klíkuþjóðfélgsins út í æsar þegar hann valdi hæstaréttardómara. Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Gerð eru hróp að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þessa dagana og hún sökuð um kynjamisétti. Það gerir jafnvel maður sem sagði fyrir hönd fjölmiðla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að fólk hefði bara þagað og ekki þorað eða viljað tala fyrir hrun. „Það hafði kannski vitneskju um eitthvað sem það taldi vafasamt í systeminu, en það voru allir komnir á góð laun eða voru í arðbærum verkefnum o.s.frv, " sagði núverandi ritstjóri Fréttablaðsins við rannsóknarnefndina og vísaði þar til meðvirkni fjölmiðla. Ég gef mér að stundum hafi sú þöggun, sem ritstjórinn lýsti frammi fyrir rannsóknarnefndinni, strítt gegn grundvallarprinsípum hans sjálfs. Vandlætingartón ritstjórans fann ég þegar ég las leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem krafist er að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra biðji bæði konur og aðra kjósendur afsökunar á svikum sínum við jafréttisbaráttuna í máli sem Anna Kristín Ólafsdóttir höfðaði gegn henni vegna skipunar í embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. „Ráðherrann virðist ekki átta sig á að aðalatriðið í þessu máli er ekki hvort niðurstaða kærunefndarinnar sé rétt, heldur hvort Jóhanna sé sjálfri sér samkvæm og hvort ímyndin sem oft er dregin upp af henni sem prinsippföstum stjórnmálamanni sé sönn," segir í leiðaranum. Veruleikinn og prinsípin Kærunefnd jafnréttismála vó og mat á sínum tíma verðleika þeirra fimm sem til greina höfðu komið úr hópi 21 umsækjanda. Þeir höfðu áður verið mældir hátt og lágt samkvæmt nútímalegum og faglegum aðferðum. Sá er starfið hlaut fékk flest stigin í því mati af þeim fimm sem höfnuðu í úrvalsflokki, málshöfðandinn í því fimmta. Kærunefndin komst að því að númer 1 og númer 5 væru að minnsta kosti jafnhæf til að gegna skrifstofustjórastöðu í forsætisráðuneytinu eftir þessa athugun sína. Á þeirri forsendu hefði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið að veita því kyni embættið sem á hallar í embættismannakerfinu, sagði kærunefndin og vísaði í lög. Jóhanna kaus - í góðri trú - að skipa þann sem hafnaði í efsta sæti. Þegar upp hófust málaferli af hálfu nr.5 bauð hún sættir. Af prinsípástæðum vildi Jóhanna ekki fara í hart gegn kynsystur sinni. Af prinsípástæðum vildi hún ekki véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Hún notaði ekki réttinn til að höfða mál til ógildingar úrskurði kærunefndarinnar af prinsípástæðum jafnvel þótt færustu ráðgjafar og sérfræðingar teldu miklar líkur á að slíkt mál yrði dæmt henni í vil. Þar með batt hún sjálf hendur Héraðsdóms Reykjavíkur; úrskurðurinn gegn henni skyldi gilda eins og staðfest var í dómsorði. Að fengnum þessum úrskurði kærunefndarinnar voru aðstæður hennar þessar: Að höfða ógildingarmál gegn kynsystur sinni og kærunefndinni var auðvitað ekki góður kostur. Að gera það ekki var líka eins og að leggja höfuðið undir öxina. Frændinn, flokkslínur og prinsíp Nú geta menn velt fyrir sér prinsípum, heilindum og hverju sem vera skal sem snertir jafnréttismál. Fæstir, sem þekkja jafnréttisbaráttuna vel og hafa tekið þátt í henni, véfengja heilindi Jóhönnu í þeim efnum. Þann vörð hefur hún staðið í marga áratugi. Það gerði hún einnig þegar Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra, þóknaðist í ágúst árið 2003 að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddssonar í embætti hæstaréttardómara. Hæfasti umsækjandinn, Hjördís Hákonardóttir, skaut málinu til kærunefndar um jafnréttismál og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Björn hefði brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk. Hann hafði hreint ekki verið metinn jafn hæfur og Hjördís. Í bók sinni, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur Björn Bjarnason eftirfarandi um þessi embættisverk sína að segja: „Réttmæt vonbrigði eiga ekkert skylt við heiftina sem einkenndi gagnrýni á ákvörðun mína um að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson dómara í hæstarétti síðla sumars 2003. Heiftin átti sér annarlegar rætur og sætti Ólafur Börkur einelti vegna skyldleika við Davíð Oddsson." Það var og. Veruleikinn séður í gegn um flokksgleraugun. Nú er Jóhanna gagnrýnd fyrir að hafa valið þann sem hæfastur þótti samkvæmt faglegu og óháðu mati. Þessu mati var kærunefndin einfaldlega ekki sammála, breytti því og úrskurðaði. Ég hef ekki forsendur til að gagnrýna það. Ljóst er að Jóhanna, sem skipaði mann í embætti í góðri trú, gerði það ekki heldur. Ég fæ ekki betur séð en að Jóhanna hafi viljað fylgja faglegu mati út í æsar (prinsípfesta) þegar valinn var skrifstofustjóri. Ég held hins vegar að Björn Bjarnason hafi fylgt „prinsípum" klíkuþjóðfélgsins út í æsar þegar hann valdi hæstaréttardómara. Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun