Á vefsíðu enska götublaðsins Mirror er greint frá því að Luka Modric hafi samið um kaup og kjör við spænska meistaraliðið Real Madrid.
Mirror hefur eftir heimildarmanni nátengdum Modric að fjögurra ára samningur sé á borðinu og fátt sem geti komið í veg fyrir félagaskipti kappans til Madridinga.
Í fréttinni kemur fram að söluverð kappans sé enn til umræðu og Tottenham geri hvað þeir geti til að fá sem mest fyrir Króatann eins og við er að búast.
Brottför Modric til Real Madrid ætti að koma Gylfa Þór Sigurðssyni vel en kappinn gekk sem kunnugt er frá fimm ára samningi við Lundúnarfélagið á dögunum.
