Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú viðurkennt að félagið ætli að klófesta Neymar frá brasilíska liðinu Santos strax eftir Ólympíuleikana í London.
Neymar tekur nú þátt á Olympíuleikunum í London með Brasilíu en leikmaðurinn skoraði eitt mark fyrir þjóð sína í 3-2 sigri gegn Egyptum í fyrsta leik Brasilíu á leiknum.
Fjölmörg lið hafa reynt að klófesta Neymar undanfarinn ár en Santos hefur ávallt neitað öllum tilboðum. Nú ætla spænsku risarnir að leggja allt í sölurnar til að fá þennan magnaða framherja í sínar raðir.
Samkvæmt heimildum spænsku pressunar hefur Barcelona nú þegar greitt 25 % af kaupverðinu til Santos eða um 14,5 milljónir evra en heildarverðið á Neymar mun vera tæplega 60 milljónir evra.
„Við viljum fá Neymar strax eftir Ólympíuleika," sagði Bartomeu við spænska fjölmiðla.
„Í augnablikinu er Neymar leikmaður Santos en ég er viss um að hann vilji komast til Evrópu sem fyrst."
Varaforseti Barcelona: Við viljum Neymar strax eftir Olympíuleikana
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

