Tímabilið byrjar ekki alltof vel fyrir besta knattspyrnumann í heimi. Lionel Messi meiddist á kálfa á æfingu með Barcelona í gær og verður því ekki með liðinu í fyrsta leiknum undir stjórn Tito Vilanova. Vilanova tók eins og kunnugt er við liðinu af Pep Guardiola.
Barcelona byrjar undirbúningstímabilið formlega í dag þegar liðið mætir þýska liðinu Hamburger SV í 125. ára afmælisleik þýska félagsins. Leikurinn fer fram í Þýskalandi og auk Messi verða spænsku Evrópumeistararnir ekki með spænska liðinu.
Messi fór í myndatöku í morgun og þar kom í ljós mar á kálfavöðva. Það er ekki ljóst hvort að argentínski snillingurinn missir af fleiri leikjum en Barcaelona spilar alls sjö æfingaleiki fyrir fyrsta opinbera leik tímabilsins sem verður á móti Real Madrid í spænska ofurbikarnum 23. ágúst næstkomandi.
Messi meiddur og missir af fyrsta leik Vilanova
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
