Fyrirsætufyrirtækið Eskimo-Casting á Íslandi leitar nú logandi ljósi að íslensku sjósunds- og þríþrautarfólki fyrir hönd kvikmyndafyrirtækisins Fox Studios.
Ástæðan er hlutverk í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem er í leikstjórn Hollywoodleikarans og -leikstjórans Ben Stiller.
Myndin verður tekin upp á Íslandi í september næstkomandi og samkvæmt auglýsingu Eskimo-Casting er leikreynslu ekki krafist fyrir hlutverkið. Eins og kunnugt er hefur Stiller dvalist hér á landi undanfarið vegna myndarinnar og var duglegur að stunda skemmtanalífið. Í viðtali við sjónvarpsmanninn Jay Leno lýsti leikarinn Íslendingum sem fallegu fólki og sagðist hafa líkað dvölin á klakanum vel.
Stiller vill fá Íslendinga
