Japaninn Shinji Kagawa skoraði sigurmark Manchester United í 4-3 sigri á þýska liðinu Hannover í æfingaleik í Þýskalandi í kvöld. United lenti 3-1 undir í leiknum en skoraði þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Real Madrid og Barcelona unnu bæði sína leiki í kvöld.
Artur Sobiech kom Hannover í 1-0 á 25. mínútu en Javier Hernández jafnaði sex mínútum síðar. Karim Haggui og Mohammed Abdellaoue komu þýska liðinu í 3-1 á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálfleiks og allt leit út fyrir tap hjá Manchester United.
Wayne Rooney jafnaði hinsvegar leikinn með tveimur mörkum (69. og 82. mínúta) og Shinji Kagawa skoraði síðan sigurmarkið á 85. mínútu.
José Callejón (22. mínúta) og Karim Benzema (67. mínúta) skoruðu mörk Real Madrid í 2-0 sigri á Celtic.
Lionel Messi (4. mínúta) og Ibrahim Afellay. (90. mínúta) skoruðu mörk Barcelona í 2-0 sigri á Dinamo Búkarest í Rúmeníu.
Kagawa tryggði United endurkomusigur á Hannover - Real og Barca unnu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
