Páll Óskar Hjálmtýsson og hörpuleikarinn Monika Abendroth munu koma saman á ný í Grasagarðinum í Laugardal þann 6. september næstkomandi.
Tónleikarnir verða haldnir í Café Flóru, en þar héldu þau sína fyrstu tónleika fyrir ellefu árum. Dúettinn mun taka mörg af þeim lögum sem hann hefur spilað undanfarinn áratug, en einnig þekktustu lög Páls Óskars í sérstökum útsetningum fyrir hörpu.
Á Facebook-síðu sinni tekur Páll Óskar fram að ekki sé mikið pláss inni á Café Flóru, en tónleikarnir verði þeim mun persónulegri fyrir vikið.
- sm, sv
Ellefu ára tónleikaafmæli
