Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, var allt annað en sáttur við leikmenn sína eftir 2-1 tapið gegn Getafe í 2. umferð efstu deildar spænska boltans í gærkvöldi.
„Real spilaði mjög illa og frammistaðan var óásættanleg," sagði Portúgalinn litríki við blaðamenn að leiknum loknum.
Spænsku meistararnir, sem töpuðu einnig stigum í fyrstu umferð á heimavelli gegn Valencia, hafa aðeins eitt stig að loknum tveimur umferðum. Byrjunin er sú versta frá leiktímabilinu 2001-2002.
„Einu skilaboðin sem ég vil gefa út eru þau að tapið var algjörlega verðskuldað. Tveir leikir og aðeins eitt stig. Þetta var ömurlegur leikur," sagði Mourinho.
Á meðan Real situr í neðri helmingi deildarinnar eru erkifjendurnir í Barcelona með fullt hús stiga. Fimm stiga bilið milli liðanna, sem allir spá að muni heygja einvígi um spænska meistaratitilinn enn eitt árið, er því umtalsvert þótt mótið sé rétt hafið.
Real Madrid leiddi í leikhléi 1-0 gegn grönnum sínum en fékk á sig jöfnunarmark úr föstu leikatriði áður en Getafe tryggði sér sigurinn. Liðið fékk einnig mark á sig úr föstu leikatriði gegn Valencia þar sem gestirnir jöfnuðu eftir aukaspyrnu.
„Við höfum unnið eins mikið í varnarskipulagi í föstum leikatriðum og hægt er. Það er ekkert meira sem við getum gert í þeim efnum," sagði Mourinho allt annað en sáttur við leikmenn sína.
Mourinho afar ósáttur með leikmenn sína
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn