Kostnaðurinn vegna réttarhaldanna yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik í Osló síðustu vikur er kominn upp í 165 milljónir norskra króna, eða um 3,3 milljarða íslenskra króna. Fjallað er um málið á vef Aftenposten í morgun.
Þar segir að fjöldi reikninga hafi borist frá lögfræðingum sem hafa aðstoðað við aðalmeðferð málsins í réttinum í Osló. Talið er að Geir Lippestad, verjandi Breivik, fái um 11 milljónir norskar krónur fyrir störf sín, eða um 220 milljónir íslenskar krónur.
Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun.
Umfjöllun Aftenposten
Réttarhöldin kostað 3,3 milljarða
