Það er ljóst að íslenskar stjörnur hafa báða fætur á jörðunni því svo virðist sem flestar þeirra hafi fundið jarðskjálftann sem reið yfir suðvesturhornið í hádeginu í gær.
Margar þeirra lýstu því yfir á Facebook og á Twitter. "Ekki alveg notalegt að vera á 18. hæð í svona skelli," skrifaði Einar Bárðarson umboðsmaður á Facebook-síðu sína strax eftir skellinn.
Þá hafði Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, áhyggjur af hugsanlegu eldgosi við Reykjavík í kjölfar skjálftans og yfirtöku Akureyrar sem höfuðborg Íslands.
Logi Bergmann Eiðsson, fréttaþulur á Stöð 2, varð svo stoltur af sjálfum sér fyrir að hafa fundið skjálftann að hann lýsti því yfir á Twitter að það færi ekki allt fram hjá honum.
- trs, - bþh

