Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason sá um förðun bresku fyrirsætunnar Suki Waterhouse þegar hún sótti GQ Men of The Year Awards.
Verðlaunahátíðin fór fram í óperuhúsinu í London á þriðjudag og var Waterhouse á meðal þeirra er létu mynda sig á rauða dreglinum fyrir framan húsið.
Ísak Freyr var að vonum ánægður með vinnu sína og tjáði sig um það á Facebook-síðu sinni. Ísak Freyr vakti fyrst athygli þegar hann kom fram sem hægri hönd Kalla Berndsen í sjónvarpsþáttunum Nýtt útlit sem sýndir voru á Skjá einum.
Hann hefur getið sér gott orð sem förðunarfræðingur síðustu ár og í lok ársins 2010 hélt hann utan til að reyna fyrir sér í tískubransanum í New York.
Á rauða dregilinn
