Enrique Perez Diaz, einnig þekktur sem Pachin, gefur lítið fyrir lætin í kringum Cristiano Ronaldo.
Pachin lék með Real Madrid frá 1959 til 1968 og varð margfaldur spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu.
Ronaldo er stærsta stjarnan í Real Madrid og skoraði á dögunum tvö mörk í 3-0 sigri á Granada. Hann er samtals kominn með 150 mörk í 149 leikjum en sagðist engu að síður eftir leikinn að hann væri leiður og að forráðamenn félagsins vissu ástæður þess.
Pachin líkir þessu við frekjukast smákrakka og að hann sé með þessu að kalla að sér athygli.
„Ég held að Ronaldo sé í raun og veru ekki óánægður hjá Real Madrid. Annars væri hann búinn að segja frá því áður en lokað var fyrir félagaskipti," sagði Pachin.
„Real Madrid á ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu. Það þarf að tala við Ronaldo og koma þessu málum á hreint. Svona lagað gerist af og til."
Frekjukast hjá Cristiano
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti



Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn


Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn


