Vinsælir sjóræningjar Fjölmennt var í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið er leiksýningin Gulleyjan var frumsýnd á stóra sviðinu.
Kunnugleg andlit sátu í áhorfendasalnum að horfa á Björn Jörund Friðbjörnsson, Álfrúnu Örnólfsdóttur og Þórunni Clausen leika sjóræningja.
Þar mátti meðal annars sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Jóhann Sigurðsson leikara og Erlu Hlynsdóttur fréttakonu.
Systkinin Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, og Gísli Örn Garðarsson leikari létu sig heldur ekki vanta ásamt börnum sínum enda um fjölskylduskemmtun að ræða.
-áp
Vinsælir sjóræningjar

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




