Á Facebook-síðu sinni greinir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, frá því að hann hafi í vikunni hitt fyrrum forsætisráðherra Grikklands og formann Sósíalistaflokksins, George Papandreou, í Harvard Law School og átt við hann "athyglisvert samtal". Með færslunni birtir hann mynd af sér og Papandreou að takast í hendur.
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, gerir við færsluna athugasemd. "Ertu nú kominn í slagtog við sósíalistana Tryggvi Þór? Eins gott að sus-ararnir sjái ekki þessa mynd," segir hann og bætir við broskarli.
Tryggvi bregst fljótlega við og segir: "?hann sagði mér að hann hefði hitt gelluna með hvíta hárið frá Íslandi, Hrannar??"
Tryggvi og sósíalistarnir
