Stríð Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, tók á síg nýja mynd í dag er hann ákvað að kæra ritstjóra blaðsins Marca fyrir ummæli í sinn garð.
Ritstjórinn, Roberto Palomar, skrifaði pistil í upphafi vikunnar þar sem hann lýsti Mourinho sem manni sem myndi stinga af frá slysstað.
Það finnst Mourinho allt of langt gengið og hefur því ákveðið að kæra.
"Þetta var meiðandi og óþörf lýsing. Mourinho ber fullan rétt fyrir mál- og skoðanafrelsi manna og mun aldrei skipta sér af réttmætri gagnrýni," segir í yfirlýsingu frá lögmanni þjálfarans.
Mourinho hefur áður farið í mál við franskan blaðamann sem kallaði hann portúgalskan nasista.
Mourinho kærir ritstjóra Marca

Mest lesið








Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn

„Búnir að vera á smá hrakhólum“
Íslenski boltinn

Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti