Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho, eða hinn eini sanni eins og hann kallar sig núna, útilokar ekki að taka við PSG einn daginn.
Mourinho er þegar búinn að vinna meistaratitla í fjórum löndum og það gæti freistað hans að reyna við fimmta landið.
"Að vinna titla í nýju landi er áskorun fyrir mig. Frakkland yrði þá fimmta landið. Af hverju ekki?" sagði Mourinho sem þjálfar Real Madrid í dag.
"Verkefnið sem er í gangi hjá PSG þessa dagana er risastórt og vel skipulagt. Leonardo og Carlo Ancelotti eru að standa sig vel. Liðið þarf samt ekki nýjan þjálfara í dag."
