Guðmundur Steingrímsson þingmaður stendur í ströngu eins og aðrir þingmenn sem ætla sér endurkjör á Alþingi í næstu kosningum.
Guðmundur hefur hafið undirbúning fyrir kosningaveturinn mikla af krafti á mörgum vígstöðvum, því hann hefur undanfarnar vikur sést reyna vel á sig í Víkingaþreki hjá Mjölni.
Hann hefur nýlega lokið byrjendanámskeiði þar og er nú farinn að mæta með öðrum reyndari víkingum á æfingar reglulega. Ef fram heldur sem horfir ætti hann því að vera í ágætis formi fyrir kosningar.
- fb, þeb
Guðmundur í víkingaþrek
