Upplifði öld öfganna 2. október 2012 10:03 "Er eitthvað sem Hobsbawm veit ekki?" var spurning sem félagar hans á námsárunum í Cambridge spurðu sig oft. Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt." Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt."
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“