Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, kynnti sína upplifun af átökunum í og við Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Samkoman fór fram í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, "Musterinu" eins og Geir Jón kallaði það.
Meðal þeirra sem mættu var Sturla Jónsson, vörubílstjóri og aðgerðasinni. Lagði hann orð í belg, enda hefur hann sennilega aðra sýn en Geir Jón á það sem fram fór á hinum æsilegu tímum í ársbyrjun 2009.
Aðrir sem litu við til að hlýða á Geir Jón voru til dæmis Elín Hirst og Friðrik Friðriksson, eiginmaður hennar, og Páll Magnússon útvarpsstjóri.
- fb, þj
