Maðurinn sem sagði nei við sterunum og hætti frekar að hjóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2012 23:30 Scott Mercier sést hér lengst til vinstri. Mynd/Nordic Photos/Getty Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier. Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier.
Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira