Hinn 11 ára gamli Gabriel er ekki með neina rist eða tær en hann spilar samt fótbolta. Hann er nú búinn að spila fótbolta við besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi.
Þessi ungi drengur frá Brasilíu lætur fötlun sína ekki aftra sér frá því að spila fótbolta með hinum strákunum. Hann stendur sig það vel að hann fékk inni í knattspyrnuskóla Barcelona í Brasilíu.
Honum var síðan boðið til Barcelona þar sem hann hitti átrúnaðargoð sín í Barcelona-liðinu og spilaði smá bolta með Messi.
Myndband af því má sjá hér að ofan og þar sést líka vel hversu hrifnir leikmenn Barcelona eru af hári drengsins enda strjúka þeir það ótt og títt.
Fótalausi strákurinn frá Brasilíu hitti Messi
Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti



Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn



Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti