Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2013 með 3-2 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslensku stelpurnar unnu umspilið þar með samanlagt 6-4.
Aldrei fyrr hafa jafn margir áhorfendur mætt á kvennaleik hér á landi en stelpurnar voru vel studdar af 6647 áhorfendum sem létu kuldann ekki stöðva sig. Stelpurnar fögnuðu gríðarlega í leikslok og hreinlega dönsuðu af gleði.
„Þetta er ótrúlega góð tilfinning. Við erum að uppskera árangur eftir tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur," sagði landsliðsþjálfarinn sigurður Ragnar Eyjólfsson en hann var einnig landsliðsþjálfari þegar að Ísland braut blað í sögunni með því að komast á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum. „Við ætlum að gera betur en síðast," sagði hann.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum í gær en Evrópumeistaramótið, sem haldið verður í Svíþjóð, hefst þann 10. júlí á næsta ári.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Stelpurnar dönsuðu af gleði í Dalnum - myndir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti
