Körfubolti

Íslendingaliðin á sigurbraut í sænsku körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins unnu bæði góða heimasigra í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall fór létt með botnlið KFUM Nässjö og Norrköping vann á sama tíma tíu stiga sigur á LF Basket.

Sundsvall Dragons er áfram í toppsæti deildarinnar eftir að liðið vann 97-76 sigur á KFUM Nässjö. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð en liðið hefur unnið 7 af 9 leikjum tímabilsins.

Jakob Örn Sigurðarson var með 14 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst á 28 mínútum en Hlynur Bæringsson skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 24 mínútum. Saman nýttu þeir 14 af 16 vítum sínum en Jakob nýtt öll átta víti sín í leiknum.

Norrköping Dolphins fagnaðí sínum þriðja sigri í röð þegar liðið vann LF Basket 87-77 en staðan var 42-42 í hálfleik. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar á 33 mínútum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×