Barcelona vann öruggan sigur á Mallorca, 4-2, á útivelli en leikmenn Mallorca gáfust aldrei upp og sýndu mikinn karakter í sinni nálgun á leiknum.
Xavi skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæplega hálftíma leik. Messi kom síðan gestunum í 2-0 rétt undir lok fyrri hálfleiks.
Cristian Tello skoraði síðan þriðja mark félagsins aðeins mínútu síðar og staðan orðin 3-0. Mallorca neitaði að gefast upp og þeir minnkuðu muninn á 55 mínútu þegar Michael Pereira skoraði.
Víctor skoraði síðan annað mark Mallorca stuttu síðar og smá spenna komin í leikinn.
Lionel Messi gull tryggði sigurinn fyrir Barcelona um tuttugu mínútum fyrir leikslok og niðurstaðan sigur Barcelona. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig.
Barcelona ekki í vandræðum með Mallorca
SÁP skrifar

Mest lesið





„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“
Íslenski boltinn

„Kærkominn sigur eftir þunga daga“
Fótbolti

Óvænt tap Atlético í fyrsta leik
Fótbolti

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“
Íslenski boltinn
