Körfubolti

Keflavík fór létt með Fjölni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. MyndValli
Keflavík vann sinn annan deildarleik í röð þegar að liðið tók á móti Fjölni í kvöld. Niðurstaðan var öruggur sigur, 91-69.

Keflavík hafði sex stiga forystu í hálfleik, 46-40, en stakk svo af í þriðja leikhluta. Fjölnismenn skoruðu þá aðeins níu stig hjá 24 hjá Keflvíkingum.

Michael Graion var stigahæstur í liði Keflavíkur með 25 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. Darrel Lewis kom næstur með 22 stig og 16 fráköst.

Árni Ragnarsson skoraði átján stig fyrir Fjölni og Sylverster Spicer sautján auk þess að taka tíu fráköst.

Fjölnir hafði aðeins tapað einum deildaleik fyrir kvöldið en þetta var annar sigur Keflavíkur á tímabilinu.

Keflavík-Fjölnir 91-69 (23-21, 23-19, 24-9, 21-20)

Keflavík: Michael Graion 25/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 22/16 fráköst, Kevin Giltner 12, Magnús Þór Gunnarsson 8/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/12 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 5, Valur Orri Valsson 4/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4/5 fráköst, Andri Daníelsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2.

Fjölnir: Árni Ragnarsson 18/9 fráköst, Sylverster Cheston Spicer 17/10 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Róbert Sigurðsson 5, Elvar Sigurðsson 4, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Leifur Arason 3, Christopher Matthews 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×