Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, er launahæsti stjóri heimsins ef marka má samantekt brasilíska viðskiptatímaritsins Pluri Consultoria.
Mourinho fær 15,3 milljónir evra í árslaun eða sem nemur um 2,5 milljörðum króna. Í öðru sæti kemur Carlo Ancelotti, stjóri PSG í Frakklandi, með um 2,2 milljarða króna í árslaun. Í þriðja sæti er landi hans, Ítalinn Marcello Lippi sem stýrir Guangzhou Evergrande í Kína, með 1,6 milljarða króna í árslaun.
Næstir á listanum eru Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, Arsene Wenger hjá Arsenal, Guus Hiddink hjá Anzhi, Fabio Capello landsliðsþjálfari Rússa og Tito Vilanova stjóri Barcelona. Allir þéna þeir meira en einn milljarð króna á ári.
Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Mourinho launahæstur | Lippi og Ancelotti þéna meira en Ferguson
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
