Fótbolti

Iniesta skoraði eitt og lagði upp þrjú í sigri Barca

SÁP skrifar
Fabregas þakkar Andres Iniesta fyrir stoðsendingu í kvöld.
Fabregas þakkar Andres Iniesta fyrir stoðsendingu í kvöld. Mynd/AFP
Barcelona gekk gjörsamlega frá Levante í spænsku úrvaldeildinni í knattspyrnu þegar þeir unnu 4-0 á útivelli.

Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur og fátt markvert gerðist fyrstu 45 mínútur leiksins, því var staðan 0-0 í hálfleik.Það var allt annað Barcelona-lið sem kom til sögunar í þeim síðari og Argentínumaðurinn Lionel Messi mætti heldur betur til leiks.

Messi gerði tvö mörk á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og fór langt með að klára leikinn fyrir Barcelona.Andreas Iniesta skoraði síðan þriðja mark Barca á 57. mínútu og allt einu var staðan orðin 3-0.

Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Cesc Fábregas fjórða mark Barca í leiknum. Ótrúlegar fyrstu 18 mínútur síðari hálfleiksins þegar gestirnir gerðu fjögur mörk. Levante misnotaði síðan vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok þegar Victor Valdez varði meistaralega.

Leiknum lauk síðan með öruggum sigri Barcelona 4-0 og liðið ennþá í efsta sæti deildarinnar með 37 stig, ellefu stigum á undan Real Madrid sem er í þriðja sæti deildarinnar. Atletico Madrid er í öðru sætinu með 34 stig.

Staðan í spænsku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×