Fjölmiðlamótið í fótbolta verður haldið í Fífunni í Kópavogi í dag, en mótið hefur verið haldið árlega í langan tíma. Lið Stöðvar 2 sigraði á mótinu í fyrra og þykir sigurstranglegt í ár.
Liðið er enda fótboltastjörnum prýtt, meðal leikmanna þess eru Guðmundur Benediktsson, Tryggvi Guðmundsson, Heimir Guðjónsson, Hjörvar Hafliðason og Hjörtur Hjartarson.
Þá eru þar menn sem eru þekktir fyrir annað en knattspyrnuhæfileikana, eins og Auðunn Blöndal og fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason.
- fb, þeb
Stjörnum prýtt lið Stöðvar 2
