Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, fær örugglega nóg að gera annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Courtois tjáði sig um einvígið við Messi og félaga í aðdraganda leiksins.
Lionel Messi bætir markamet sitt í hverjum leik og er nú þegar kominn með 23 mörk í spænsku deildinni á þessu tímabili. Belgíski markvörðurinn var spurður út í það hvort að hann óttaðist Messi fyrir leikinn.
„Er ég hræddur við Messi? Nei, ég er ekki hræddur við neinn. Hann er frábær leikmaður og við berum mikla virðingu fyrir honum en það er enginn ótti í okkur," sagði hinn 20 ára gamli markvörður Thibaut Courtois.
„Við mætum einbeittir til leiks og staðráðnir í því að gera okkar besta á Nývangi. Barcelona er með flottan hóp af frábærum leikmönnum," sagði Thibaut Courtois.
Barcelona er með sex stiga forskot á Atletico Madrid fyrir leikinn og getur því náð níu stiga forskoti með sigri.
Markvörður Atletico Madrid óttast ekki Messi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn