Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar ekki að blanda sér inn í umræðuna um hvaða leikmaður eigi metið yfir flest mörk á einu almanaksári. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Lionel Messi hafi bætt met Gerd Muller á dögunum en síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um markaskora tveggja manna á áttunda áratugnum.
Sambíska fótboltasambandið heldur því fram að Godfrey Chitalu hafi skorað 107 mörk fyrir sitt félag og landsliðið árið 1972. Brasilíumenn eru einnig á því að Zico hafi náð að skora 89 mörk fyrir Flamengo og brasilíska landsliðið 1979.
Messi bætti met Muller með því að skora sitt 86. mark á þessu ári en hefur síðan bætt við tveimur mörkum og er því kominn með 88 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á árinu 2012.
FIFA heldur ekki utan um markaskor leikmanna í deildarkeppnum og forráðamenn sambandsins segir að FIFA beri aðeins ábyrgð á skráningu í alþjóðlegum mótum. Af þeim sökum geti FIFA ekki staðfest það hver eigi í raun metið yfir flest skoruð mörk á einu ári.
FIFA mun ekki staðfesta met Messi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn



„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“
Íslenski boltinn

