Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum 28. desember 2012 11:17 Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira