Eiganda sumarbústaðarins brugðið yfir innbrotinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. desember 2012 15:25 MYND/FRÉTTASTOFA Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira