„Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó“ 24. desember 2012 10:24 MYND/FRÉTTASTOFA „Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
„Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45
Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49
Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32