Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt 22. desember 2012 11:30 Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. Mennirnir voru handteknir á Suðurlandi annar í heimahúsi en hinn í strætó. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu sem stýrir leitinni. „Við erum búin að vera að eltast við mjög margar vísbendingar og erum búin að loka mörgum lausum endum en í gær þá voru tveir handteknir í tengslum við rannsókn málsins, í gærkvöldi, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt." Mennirnir eru kunningjar Matthíasar. „Við vorum búin að fá ábendingar um að þeir gætu vitað eitthvað um flóttann og væru hugsanlega tengdir honum Matthíasi og vissu eitthvað um málið." Reyndist það ekki vera rétt? „Nei það var allavega ekki til ástæða til að halda þeim frekar," segir hann. Arnar segir enn hverfandi líkur taldar á því að Matthías hafi farið úr landi. Þið teljið ekki að hann geti hafa farið sér að voða? „Það er í rauninni ekkert útilokað í þeim efnum." Hvernig verður leitinni háttað í dag hjá ykkur? „Það verður áfram verið að eltast við vísbendingar. Við erum reyndar búin að svara fyrir, sem sagt að loka mörgum lausum endum, og kanna hérna kanna flest allar vísbendingar sem við höfum fengið, þannig að við erum í rauninni, hvað á ég að segja, við höfum eftir litlu að fara. Það hefur í rauninni fækkað þeim slóðum sem við getum verið að rekja." Hverju gangið þið út frá núna eins og staðan er? „Við erum ennþá bara sem sagt að eltast við vísbendingar en við erum náttúrulega búin að þrengja þetta svolítið mikið en satt að segja þá erum við bara svolítið blankir eins og er," segir hann. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. Mennirnir voru handteknir á Suðurlandi annar í heimahúsi en hinn í strætó. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu sem stýrir leitinni. „Við erum búin að vera að eltast við mjög margar vísbendingar og erum búin að loka mörgum lausum endum en í gær þá voru tveir handteknir í tengslum við rannsókn málsins, í gærkvöldi, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt." Mennirnir eru kunningjar Matthíasar. „Við vorum búin að fá ábendingar um að þeir gætu vitað eitthvað um flóttann og væru hugsanlega tengdir honum Matthíasi og vissu eitthvað um málið." Reyndist það ekki vera rétt? „Nei það var allavega ekki til ástæða til að halda þeim frekar," segir hann. Arnar segir enn hverfandi líkur taldar á því að Matthías hafi farið úr landi. Þið teljið ekki að hann geti hafa farið sér að voða? „Það er í rauninni ekkert útilokað í þeim efnum." Hvernig verður leitinni háttað í dag hjá ykkur? „Það verður áfram verið að eltast við vísbendingar. Við erum reyndar búin að svara fyrir, sem sagt að loka mörgum lausum endum, og kanna hérna kanna flest allar vísbendingar sem við höfum fengið, þannig að við erum í rauninni, hvað á ég að segja, við höfum eftir litlu að fara. Það hefur í rauninni fækkað þeim slóðum sem við getum verið að rekja." Hverju gangið þið út frá núna eins og staðan er? „Við erum ennþá bara sem sagt að eltast við vísbendingar en við erum náttúrulega búin að þrengja þetta svolítið mikið en satt að segja þá erum við bara svolítið blankir eins og er," segir hann.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira