Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 13:16 Matthías Máni Erlingsson Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Það var um eitt leytið á mánudaginn sem að Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni. Hann er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Fjölmennt lið lögreglu hefur leitað hans síðan og tóku björgunarsveitarmenn þátt í leitinni í gær og í fyrrdag. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er verið að vinna úr ábendingum sem okkur hafa borist en þetta hefur engan árangur borið enn þá en við erum svona að reyna að þrengja hringinn." „Þær eru yfir hundrað ábendingar sem okkur hafa borist. Þær eru ábyggilega komnar á annað hundraðið," segir hann. Ábendingarnar hafi þó enn engu skilað. „Það má segja það að við erum ekki mikið nær við erum í raun ekki með neitt fast í hendi, það er rétt, það er í raun óvenjulegt eftir svona langan tíma. Hann virðist ekki hafa haft samband við nokkurn mann," segir hann. Arnar segir mikla leit hafa farið fram á Suðurlandi og meðal annars kannaðir sumarbústaðir á svæðinu. „Sumarhús og það er búið að tala við bændur og láta þá fara í kringum útihús og annað slíkt þar sem talið er líklegast að hann hafi farið en það er ekki búið að gera heildarleit í Grímsnesinu eða annað slíkt enda væri það kannski eins og að leita að nál í heystakki," segir hann. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira